Engar skýringar borist á gjaldeyrisskiptasamningi

Enn hafa engar skýringar borist á því frá Seðlabanka Íslands hvernig á því stendur að bankinn er ekki aðili að gjaldeyrisskiptasamkomulagi sem seðlabankar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar gerðu við bandaríska seðlabankann fyrr í vikunni.

Í Hálffimmfréttum greiningardeildar Kaupþings segir að mikla gengislækkun krónunnar undanfarna daga og vikur megi rekja til þess að kjör á gjaldeyrisskiptamarkaði hafi versnað til muna. Vaxtamunur við útlönd sé nú neikvæður. Ástæða verri kjara á skiptamarkaði sé gríðarleg lausafjárþurrð þar sem bankar haldi fast í hverja evru og Bandaríkjadal. Gagnrýnir greiningardeildin Seðlabankann fyrir aðgerðaleysi, einkum að hann vilji ekki bjóða íslenskum bönkum skiptasamninga í evrum, sem greiningardeildin segir að myndi ekki hafa aukakostnað í för með sér.

Tryggingarálag á skuldabréf íslensku bankanna hefur hækkað mikið undanfarna daga og er svo komið að álag á bréf Landsbanka er 10,5%, Kaupþings 14,0% og Glitnis 15,25%. Hefur álagið á bréf Landsbanka hækkað um 1,5 prósentur í vikunni, álag Kaupþings um 2,7 og Glitnis um 2,25 prósentur. bjarni@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK