Fjárfestar vongóðir um björgun

Svo virðist sem fjárfestar séu að sannfærast um að björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda verði að raunveruleika eftir að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera vongóður um að bæði demókratar og repúblikar muni samþykkja frumvarpið sem heimilar stofun 700 milljarða dala sjóðs til bjargar illa stöddum fjármálafyrirtækjum.

Eftir lækkun á Wall Street í upphafi dags þá hækkaði Dow Jones um 1,10% og Standard & Poor's um 0,34% í litlum viðskiptum. Nasdaq lækkaði hins vegar um 0,15%.

DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, lækkaði um 2,27% og er 0,43 dalir á hlut.

Það voru einkum stóru bankarnir sem hækkuðu í verði,  Citigroup um 3,81% og Bank of America um 6,78%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK