Fréttaskýring: Björgunarpakkinn blandast inn í kosningabaráttuna

Hvaða leikrit var í gangi á fundinum með Bush og …
Hvaða leikrit var í gangi á fundinum með Bush og forsetaframbjóðendunum í Hvíta húsinu í gærkvöldi. AP

Það virðist svo­lítið á huldu hvað gerðist ná­kvæm­lega við fund­ar­borðið í Hvíta hús­inu síðdeg­is í gær þar sem leiðtog­ar full­trúa­deild­ar banda­ríska þings­ins voru mætt­ir ásamt for­setafram­bjóðend­un­um tveim­ur, Barack Obama og John McCain, til að reka smiðshöggið á björg­un­araðgerð rík­is­stjórn­ar­inn­ar fyr­ir fjár­mála­lífið í land­inu.

Vænt­an­lega hef­ur aldrei staðið til að þessi fund­ur um þetta brýna mál blandaðist inn í kosn­inga­bar­átt­una um næsta for­seta Banda­ríkj­anna en ein­hvern veg­inn gerðist það og í gang fór póli­tískt leik­rit sem menn eru enn að reyna að átta sig á út á hvað gekk.

Hvað gekk McCain til?

Þó er til­finn­ing­in sú að demó­krat­ar telji sig hafa komið nokkuð vel út úr þessu öllu sam­an meðan John McCain sé í vanda og  þyki ekki maður af meiri fyr­ir fram­göngu sína á fund­in­um og í kring­um hann.

Fyr­ir fund­inn hafði verið lögð höfuðáhersla á að í um­fjöll­un þings­ins um björg­un­araðgerðina kæm­ust báðir flokk­arn­ir að sam­eig­in­legri niður­stöðu um nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á til­lög­um Henry Paul­son, fjár­málaráðherra - skilj­an­lega í ljósi viðkvæms póli­tísks and­rúms­lofts í miðri bar­átt­unni fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar í byrj­un nóv­em­ber.

Báðir flokk­arn­ir þurfa að axla ábyrgð á aðgerðum til bjarg­ar banda­rísku fjár­mála­lífi, aðgerðum sem eng­an veg­inn sér fyr­ir end­ann á þótt lög­in verði samþykkt í þing­inu. Og þegar aðilar héldu í Hvíta húsið var ekki annað vitað að aðeins væri loka­hnykk­ur­inn eft­ir til að frum­varpið tæki á sig end­an­lega mynd.

Í frétt AP-frétta­stof­unn­ar seg­ir að Bush for­seti hafi tekið ein­arða af­stöðu með mál­inu með þeim lag­fær­ing­um sem þingið vildi fá fram á upp­haf­leg­um til­lög­um Paul­son fjár­málaráðherra, svo sem að tryggt væri að yf­ir­stjórn­end­ur fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna högnuðust ekki á öllu sam­an, og gætt yrði hags­muna skatt­borg­ar­anna, jafn­vel á þann hátt að þeir fengju hlut í fyr­ir­tækj­un­um sem aðstoð fengju til að fá pen­ing­ana hugs­an­lega til baka þegar bet­ur áraði, og þar fram eft­ir göt­um.

Óvænt kúvend­ing

En  mál tóku allt aðra stefnu á fund­in­um en gert hafði verið ráð fyr­ir. Það sem frést hef­ur af því sem ger­ist bak við lukt­ar dyrn­ar er að óvænt upp­lýsti John A. Boehner frá Ohio og leiðtogi re­búbli­kana í full­trúa­deild þings­ins,  að ekki væri fyr­ir hendi stuðning­ur fé­laga hans í deild­inni við björg­un­araðgerðina, og lagði fram aðra til­lögu sem gerði ráð fyr­ir minni af­skipt­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Stuðning­ur McCain við björg­un­araðgerðina hafði verið tal­inn lyk­ill­inn að því að koma mál­inu gegn en eft­ir að þessi breytta afstaða re­públi­kanna lá fyr­ir á fund­in­um hafði hann sig nán­ast ekk­ert í frammi og gaf ekki upp af­stöðu sína.

Viðræðurn­ar leyst­ust upp í hálf­gerðum illind­um og með ásök­un­um á báða bóga á fundi með blaðamönn­um í fund­ar­lok. Sagt er að Henry Paul­son hafi nán­ast lagst á hnén þegar hann sár­bændi demó­krat­ann Nancy Pe­losi, þing­for­seta full­trúa­deild­ar­inn­ar, að „sprengja“ ekki upp málið með því að draga til baka stuðning flokks henn­ar við aðgerðirn­ar vegna kúvend­ing­ar re­públi­kana.

„Ég vissi ekki að þú vær­ir kaþólsk­ur,“ er sagt að Pe­losi hafi hreytt út úr sér þegar hún horfði á bænar­stell­ing­ar fjár­málaráðherr­ans. „Það er ekki ég sem er að sprengja þetta, það eru re­públi­kan­ar.“

„Ég veit, ég veit," á Paul­son að hafa stunið upp mæðulega, að því er seg­ir frá í New York Times.

Ótt­inn í fyr­ir­rúmi

Bush for­seti hóf dag­inn í dag með því að freista þess að vinna upp­reisn­ar­menn­ina í flokki sínu í full­trúa­deild­inni til fylg­is við björg­un­araðgerðina. Í stutt­orðu ávarpi í Hvíta hús­inu sagði hann að þing­menn hefðu full­an rétt á að lýsa efa­semd­um sín­um og vinna sig í gegn­um ágrein­ing en bætti svo við að jafn­framt yrðu þeir að vita „hvað til þeirra friðar heyrði“ og samþykkja áætl­un til að koma í veg fyr­ir hrun fjár­mála­lífs­ins. „Það er ágrein­ing­ur um suma þætti björg­un­ar­pakk­ans,“ sagði hann, „en það er eng­inn ágrein­ing­ur um að til um­tals­verðra ráðstaf­anna þarf að grípa. Við mun­um koma þess­um pakka í gegn.“

Um það verður varla deilt, því að í Washingt­on Post í dag seg­ir að ráðamenn í Washingt­on séu skelf­ingu lostn­ir yfir mál­inu öllu og muni samþykkja ein­hverja lausn. Yfir borg­inni allri hvíli eins og mara ótt­inn við að er­lend­ir fjár­fest­ar og þá einkum Kín­verj­ar, fari að kippa til sín millj­örðum dala út úr fjár­mála­kerf­inu. Ennþá skelfi­legri en vondu hús­næðislán­in séu óskráðu skulda­bréfa­vafn­ing­arn­ir sem fjár­fest­ir­inn kunni, Georg Soros, hef­ur hvað ákaf­ast varað við. Talið er að 45 bill­jón­ir dala af þess­ari fram­andlegu fjár­mála­af­urð séu á ferðinni um fjár­mála­kerfið. Skulda­vafn­ing­arn­ir voru fundn­ir upp til að verj­ast lána­töp­um en jafn­vel fjár­málasnill­ing­arn­ir sem komu þeim í um­ferð eru ekki al­veg viss­ir hvernig þeir virka né held­ur hvernig á að finna út raun­veru­legt verðmæti þeirra..

Ótti er vond­ur hvati fyr­ir vandaða laga­setn­ingu, seg­ir í Washingt­on Post, en al­veg kjör­inn til að knýja fram tví­hliða sam­stöðu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka