Verð á hráolíu til afhendingar í nóvember fór niður fyrir 105 dali tunnan í morgun þar sem fjárfestar eru farnir að efast um að björgunarpakkinn verði að raunveruleika í þeirri mynd sem vonir stóðu til um. Nemur verðlækkunin á hráolíu 3,37 dölum á tunnuna í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York og er 104,65 dalir tunnan. Í gærkvöldi hækkaði verð á tunnunni um 2,29 dali og var lokaverð hennar 108,02 dalir á NYMEX.
Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í nóvember lækkað um 2,91 dal tunnan og er 101,69 dalir.