Krónan aldrei veikari

Geng­is­vísi­tala er­lendra gjald­miðla fór í hæst í 183,91 í viðskipt­um í morg­un og hef­ur vísi­tal­an aldrei verið hærri. Þegar geng­is­vísi­tala er­lendra gjald­miðla hækk­ar veikist krón­an og hef­ur krón­an því aldrei verið veik­ari gagn­vart körfu helstu mynta en í morg­un. Þá hef­ur krón­an aldrei staðið veik­ari gagn­vart evru, en evr­an fór hæst í 140,96 krón­ur í viðskipt­um í dag.

Krón­an ekki veik­ari gagn­vart daln­um frá 2002

Þá fór Banda­ríkja­dal­ur hæst í 96,80 krón­ur og þarf að leita aft­ur til vor­mánaða árs­ins 2002 til að sjá krónu jafn veika gagn­vart daln­um. Gengi krónu gagn­vart bresku pundi og gjald­miðlum Norður­land­anna náði enn frem­ur sögu­legu lág­marki í vik­unni, en geng­is­vísi­tal­an hef­ur sveifl­ast í grennd við vísi­tölu­gildið 180 síðustu daga. Gengi krónu hef­ur lækkað um ríf­lega þriðjung frá ára­mót­um. Þar af nem­ur geng­is­lækk­un það sem af er sept­em­ber ríf­lega 12%. Geng­is­lækk­un­in nem­ur nú tæp­um3%.

Hver fell­ur næst?

„Það kreppu­ástand sem rík­ir nú á alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum ræður mestu um þróun geng­is krón­unn­ar. Óör­yggi á fjár­mála­mörkuðum og ótt­inn um hver kunni að verða næsti dómínókubbur­inn í röðum fjár­mála­fyr­ir­tækja sem lúta í gras veld­ur því að lán­veit­end­ur víða um heim halda að sér hönd­un­um. Má meðal ann­ars sjá það á gríðarlega háu vaxta­álagi á milli­banka­mörkuðum, miðað við áhættu­lausa vexti, en það álag hef­ur ekki verið hærra en nú á síðustu ára­tug­um.

Reynd­ar segja sum­ir sér­fræðing­ar að lítið sé að marka milli­banka­vexti á ýms­um stór­um mörkuðum þar sem nán­ast eng­in viðskipti eigi sér stað. Skert aðgengi að er­lendu láns- og lausa­fé hef­ur gert það að verk­um að veru­lega hef­ur þrengst um á inn­lend­um markaði með gjald­miðlaskipta­samn­inga.

Sú staða er nú uppi að vaxtamun­ur hef­ur þurrk­ast út og gott bet­ur á þeim markaði og set­ur það þrýst­ing á gengi krónu til lækk­un­ar. Óskil­virkni ís­lensks gjald­eyr­is­markaðar er ekki eins­dæmi um þess­ar mund­ir þótt áhrif­in séu ýkt­ari hér á gengi gjald­miðils­ins," að því er seg­ir í Morgun­korni Glitn­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK