Gengi krónunnar hefur veikst um 2% frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði klukkan 9:15 í morgun. Gengisvísitalan stendur í 182,20 stigum en var 178,40 við upphaf viðskipta. Gengi Bandaríkjadals er nú 96 krónur, pundið er 176,24 krónur og evran 139,95 krónur. Veltan á millibankamarkaði nemur 8,9 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.