Lífeyrissjóðirnir tapa

Efnahagsástandið kemur niður á lífeyrissjóðum.
Efnahagsástandið kemur niður á lífeyrissjóðum. Kristinn Ingvarsson

Nafnávöxt­un eigna Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna (LV) var nei­kvæð um 1,6% á fyrri helm­ingi þessa árs vegna verðlækk­ana á inn­lend­um hluta­bréfa­markaði og lækk­ana á er­lend­um mörkuðum. Þetta þýðir að raunávöxt­un eigna líf­eyr­is­sjóðsins var nei­kvæð um 8,9% á tíma­bil­inu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um LV hef­ur ávöxt­un­in haldið áfram að drag­ast lít­il­lega sam­an frá miðju ári í kjöl­far áfram­hald­andi lækk­ana á inn­lend­um og er­lend­um mörkuðum.

Þor­geir Eyj­ólfs­son, fram­kvæmda­stjóri líf­eyr­is­sjóðsins, var spurður hvort hann teldi að til rétt­inda­skerðing­ar mundi koma um næstu ára­mót: „Það mun ekki ger­ast nema að markaðir versni veru­lega frá því sem var um mitt ár,“ svaraði Þor­geir.

Vegna lækk­ana á mörkuðum lækkaði inn­lent hluta­bréfa­safn líf­eyr­is­sjóðsins um 24% en á sama tíma­bili lækkaði Úrvals­vísi­tala Kaup­hall­ar­inn­ar um 30,7% og er­lend­ir hluta­bréfa­markaðir lækkuðu að meðaltali um 12,1% á fyrri hluta árs­ins.

Eign­ir Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna námu 270,7 millj­örðum kr. í lok júní sl.

Ekki liggja fyr­ir töl­ur um ávöxt­un annarra líf­eyr­is­sjóða. Kristján Gunn­ars­son, formaður Starfs­greina­sam­bands Íslands, seg­ir að stóru líf­eyr­is­sjóðirn­ir hafi að und­an­förnu í tölu­verðum mæli flutt fjár­magn sem þeir hafa fjár­fest er­lend­is aft­ur heim til Íslands, svo millj­örðum skipti í hverj­um mánuði, og varið því til kaupa á verðtryggðum skulda­bréf­um.

Mik­il­vægt sé við nú­ver­andi aðstæður að sjóðirn­ir flytji pen­ing­ana heim og komi þeim í verk­efni sem eru bæði arðbær fyr­ir sjóðsfé­laga og þjóðhags­lega hag­kvæm. Hann tel­ur að ávöxt­un líf­eyr­is­sjóða verði nei­kvæð á ár­inu en á ekki von á að skerða þurfi rétt­indi sjóðfé­laga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Jakob Falur Krist­ins­son: Tap
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK