Markaðsmisnotkun rannsökuð

Sænska fjármálaeftirlitið, FI, rannsakar nú grunsemdir um að erlendir vogunarsjóðir eigi þátt í gengishruni og vandræðum Swedbank. Viðkomandi sjóðir eiga að hafa tekið stórar skortstöður í hlutabréfum Swedbank og síðan hringt í sænska miðlara til þess að koma af stað orðrómi þess efnis að staða Swedbank væri slæm. Samkvæmt frétt á sænska viðskiptavefnum di.se hefur FI óskað eftir því að fá að sendar upptökur af símtölum vogunarsjóða í London við sænskt verðbréfafyrirtæki.

Hin meinta markaðsmisnotkun minnir um margt á þær frásagnir sem heyrðust af meintri atlögu erlendra vogunarsjóða á íslenska hagkerfið snemma á þessu ári.

Mikið hefur verið fjallað um erfiðleika Swedbank í sænskum fjölmiðlum undanfarna daga eins og m.a. kom fram í viðskiptablaði Morgunblaðsins sl. fimmtudag. Meðal þess sem komið hefur fram er að lánasýsla sænska ríkisins hafi gefið út skuldabréf til þess að bjarga bankanum auk þess sem fjöldi viðskiptavina á að hafa tekið út innlán sín hjá Swedbank. Þessu hafna stjórnendur bankans alfarið og segja stöðu hans sterka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK