Sameiginleg ákvörðun landanna

Sam­komu­lag um gjald­eyr­is­skipta­samn­ing seðlabanka Dan­merk­ur, Nor­egs og Svíþjóðar við banda­ríska seðlabank­ann var sam­eig­in­leg ákvörðun land­anna, að sögn tals­manns norska seðlabank­ans.

Haft var sam­band við seðlabanka land­anna fjög­urra og gat eng­inn upp­lýst um af hverju Seðlabanki Íslands var ekki aðili að sam­komu­lag­inu.

„Seðlabank­inn tjá­ir sig ekki um sam­skipti við aðra seðlabanka,“ sagði Dave Skidmore hjá upp­lýs­inga­sviði seðlabanka Banda­ríkj­anna.

Sænski seðlabank­inn vísaði í frétta­til­kynn­ingu, þegar leitað var eft­ir upp­lýs­ing­um um málið.

Nor­rænu seðlabank­arn­ir munu geta sótt allt að 20 millj­arða dala til banda­ríska seðlabank­ans, en tölu­verður skort­ur hef­ur verið á döl­um á skipta­mörkuðum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK