Talið er að tilkynnt verði um kaup spænska bankans Santander á breska íbúðalánabankanum Bradford & Bingley á morgun. Á vef BBC kemur fram að öllum líkindum verði þá einnig tilkynnt um að bresk stjórnvöld muni þjóðnýta öll lánBradford & Bingley, þar á meðal húsnæðislán hans. Alls er um 50 milljarða punda lán að ræða.