Álagsprófið tekur ekki til lausafjárstöðu

Fjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitið mbl.is/Eyþór

Eig­in­fjárstaða fjög­urra stærstu viðskipta­bank­anna hér á landi, þar á meðal Glitn­is banka, var sterk um miðjan ág­úst­mánuð, sam­kvæmt svo­nefndu álags­prófi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME), sem fram­kvæmt er með reglu­bundn­um hætti. Sagði eft­ir­litið þá að bank­arn­ir gætu þolað tölu­verð áföll, en álags­prófið miðast við stöðuna í lok júní 2008.

Álags­prófið tek­ur hins veg­ar ekki til lausa­fjár­stöðu bank­anna, en erfið lausa­fjárstaða Glitn­is er ástæðan fyr­ir því sam­komu­lagi sem greint var frá í dag um hluta­fjár­fram­lag rík­is­sjóðs til bank­ans.

Álags­próf FME ger­ir ráð fyr­ir að fjár­mála­fyr­ir­tæki stand­ist sam­tím­is áföll í formi til­tek­inn­ar lækk­un­ar á hluta­bréf­um, markaðsskulda­bréf­um, vaxtafryst­um/​virðisrýrðum út­lán­um og fulln­ustu­eign­um og áhrifa af lækk­un á gengi ís­lensku krón­unn­ar án þess að eig­in­fjár­hlut­fallið fari niður fyr­ir lög­boðið lág­mark.

Jón­as Fr. Jóns­son, for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, seg­ir að það álags­próf sem FME ger­ir og birt­ir sýni áhrif ákveðins og veru­legs álags á eigna­hlið bank­anna, eig­in­fjár­hlut­föll og tapþol þeirra. Varðandi Glitni banka þá sé eig­in­fjár­hlut­fallið í lagi, eins og komi fram í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu vegna sam­komu­lags­ins sem til­kynnt var um í dag. Hins veg­ar hafi lausa­fjárstaðan farið í ólag í lok síðustu viku. Álags­prófið mæli hins veg­ar ekki lausa­fjár­hlut­fallið.

„Seðlabank­inn fylg­ist með lausa­fjár­hlut­falli bank­anna og hef­ur sér­stak­ar regl­ur þar að lút­andi,“ seg­ir Jón­as. „Við fylgj­umst einnig með því út frá al­mennu heil­brigði á sam­stæðugrunni og eig­um tölu­vert sam­starf við Seðlabank­ann um þessi mál. Það hef­ur verið þannig í heim­in­um að ár­ferðið er mjög erfitt og það breyt­ist mjög hratt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK