Átelja harðlega vinnubrögð Seðlabanka

Stjórn Stoða hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem vinnu­brögð banka­stjórn­ar Seðlabank­ans eru átal­in harðlega. Það sé mat stjórn­ar Stoða, að Seðlabank­inn hafi haft aðra og far­sælli kosti í stöðunni en að taka Glitni yfir en Seðlabank­inn og rík­is­stjórn­in hafi stillt stjórn og stærstu eig­end­um Glitn­is upp við vegg í skjóli næt­ur og þeir hafi því enga kosti átt aðra en að samþykkja til­lög­una.

Yf­ir­lýs­ing­in er eft­ir­far­andi:

„Í kjöl­far þvingaðrar yf­ir­töku Seðlabank­ans og rík­is­valds­ins á Glitni hef­ur stjórn Stoða óskað eft­ir greiðslu­stöðvun. Ef yf­ir­tak­an verður samþykkt á hlut­hafa­fundi Glitn­is læt­ur nærri að eign­ar­hlut­ur Stoða í Glitni lækki um 50 millj­arða króna. Eigið fé Stoða nam um 87 millj­örðum króna við lok ann­ars árs­fjórðungs og fjár­hags­staða Stoða er því í miklu upp­námi.
 
Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt beiðni stjórn­ar fé­lags­ins og veitt heim­ild til greiðslu­stöðvun­ar til 20. októ­ber 2008. Stjórn og stjórn­end­ur Stoða munu á næstu dög­um og vik­um vinna að því að vernda hags­muni fé­lags­ins og hlut­hafa þess, með öll­um til­tæk­um ráðum.
 
Stjórn Stoða átel­ur harðlega vinnu­brögð banka­stjórn­ar Seðlabank­ans.
 
Ljóst má vera að Glitn­ir þurfti á aðstoð Seðlabank­ans að halda vegna lausa­fjár­vanda sem bar brátt að. Rekst­ur Glitn­is hef­ur hins veg­ar verið með ágæt­um, bank­inn skilað góðum hagnaði og eigið fé Glitn­is nam um 200 millj­örðum króna um mitt þetta ár. Það er mat stjórn­ar Stoða að Seðlabank­inn hafi haft aðra og far­sælli kosti í stöðunni en að taka Glitni yfir. Harka­legt inn­grip Seðlabank­ans er ekk­ert annað en eigna­upp­taka þar sem hlut­haf­ar Glitn­is tapa vel á annað hundrað millj­örðum króna. Seðlabank­inn og rík­is­stjórn­in stilltu stjórn og stærstu eig­end­um Glitn­is upp við vegg í skjóli næt­ur og þeir áttu því enga kosti aðra en að samþykkja til­lög­una. At­b­urðarás­in var með þeim hætti að ekk­ert tóm gafst til að leita annarra lausna, frek­ar en að meta heild­aráhrif aðgerðanna á ís­lenskt fjár­mála­líf. Stjórn Stoða harm­ar þess­ar aðgerðir og lýs­ir fullri ábyrgð á af­leiðing­um þeirra á hend­ur banka­stjórn­ar Seðlabank­ans."

Í stjórn Stoða sitja Ingi­björg Pálma­dótt­ir, sem er stjórn­ar­formaður, Ei­rík­ur Jó­hann­es­son, sem er vara­formaður stjórn­ar, og Árni Hauks­son, Katrín Pét­urs­dótt­ir og Þor­steinn M. Jóns­son.  Ein­ar Þór Sverris­son og Þórður Boga­son eru vara­menn í stjórn­inni.   

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK