Bandaríkjaþing sagði nei

Nú er ljóst, að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafnaði áætlun Bandaríkjastjórnar um að nota 700 milljarða dala til að bjarga fjármálakerfi landsins. Endanleg niðurstaða í atkvæðagreiðslu um frumvarpið var sú að 228 þingmenn sögðu nei en 205 sögðu já. Verð hlutabréfa og olíu hefur hrunið vestanhafs.

Harðir andstæðingar frumvarpsins úr röðum repúblikana og demókratar, sem ekki létu stjórnast af flokksforustunni, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Þegar ljóst þótti, að meirihluti þingmanna myndi greiða atkvæði gegn frumvarpinu var atkvæðagreiðslan stöðvuð og stjórn þingflokka reyndi að fá þingmenn til að breyta atkvæði sínu. 

Bæði George W. Bush, Bandaríkjaforseti, og leiðtogar Bandaríkjaþings, höfðu hvatt til þess að áætlunin yrði samþykkt þrátt fyrir mikla andstöðu meðal bandarísks almennings.

Meðan á atkvæðagreiðslunni stóð bárust fréttir af því inn í þingsalinn að hlutabréfavísitölur væru í frjálsu falli þegar fjárfestar sáu í hendi sér að áætlunin yrði felld. Þingmenn hrópuðu þessar fréttir í þingsalnum en það hafði engin áhrif á andstæðinga frumvarpsins. 

Ekki er ljóst hvað gerist næst og hvort leiðtogar flokkanna tveggja geta komið sér saman um breytingar á frumvarpinu þannig að hægt sé að greiða atkvæði um það á ný. Það flækir málið, að frídagur gyðinga hefst við sólarlag í kvöld og það þýðir, að margir þingmenn halda þá heim í kjördæmi sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK