„Það er engin ánægja í hluthafahópi félagsins þegar svona eignaupptaka
á sér stað,“ segir Björn Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Saxbygg ehf. um þá ákvörðun að ríkisstjórnin leggia Glitni til nýtt hlutafé og eignist með því 75% hlut í bankanum.
Kvaðst hann geta tekið undir orð Þorsteins Más Baldvinssonar, stjórnarformanns Glitnis, í fjölmiðlum að menn væru hundfúlir vegna þessarar niðurstöðu en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið á þessu stigi á meðan menn væru að ná áttum.
Saxbygg Invest er dótturfélag Saxbygg ehf. og á 5% í Glitni. Það er í sameiginlegri eigu Saxhóls sem er í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar og verktakafyrirtækisins BYGG.