Geta treyst styrk Glitnis áfram

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, á blaðamannafundi í stjórnarrráðinu í dag.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, á blaðamannafundi í stjórnarrráðinu í dag. mbl.is/Kristinn

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að tekn­ar hafi verið mik­il­væg­ar ákv­arðanir sem varða fjár­mála­heim­inn á Íslandi. Glitn­ir hafi leitað til stjórn­valda og niðurstaðan orðið sú að ríkið legg­ur bank­an­um til hluta­fé til að tryggja að bank­inn geti starfað áfram. Geir sagði að viðskipta­vin­ir og starfs­menn geti treyst því að bank­inn sé traust­ur og öfl­ug­ur líkt og áður.

Geir sagði á fundi með blaðamönn­um í Stjórn­ar­ráðinu, að það væru fyrst og fremst hlut­haf­ar Glitn­is, sem yrðu fyr­ir tjóni. Er­lend­is hafi hlut­haf­ar fjár­mála­stofn­ana tapað öllu sínu í aðgerðum sem þess­um. Hér verði því öðru­vísi farið þótt hlut­haf­ar tapi miklu.

Geir seg­ir að ríkið hafi brugðist við með mjög af­ger­andi hætti til þess að af­stýra frek­ara tjóni og því að Glitn­ir lenti í þroti. Inni­stæðueig­end­ur í öðrum bönk­um á Íslandi þurfi ekki að ótt­ast um fjár­muni sína og áhersla væri lögð á, að fjár­mála­lífið geti starfað áfram óhindrað. Tím­inn verði að leiða í ljós hvort um upp­stokk­un eða sam­ein­ing­ar í fjár­mála­líf­inu verði síðar en Geir sagði, að ís­lensk stjórn­völd vildu gjarn­an sjá frek­ari hagræðingu á ís­lensk­um banka­markaði. Þá hefði verið heppi­legra ef bank­arn­ir hefðu fjár­magnað sig á breiðari grund­velli, til að mynda með inn­lán­um.

For­sæt­is­ráðherra sagði, að sú staða, sem upp var kom­in varðandi Glitni,  sé dæmi um hversu fjár­mála­kerfi heims­ins séu ná­tengd, ekki sé við stjórn­end­ur eða starfs­menn Glitn­is að sak­ast. Ríkið hafi mikl­um skyld­um að gegna og mik­il­vægt að ganga þannig frá mál­um að sem minnst óvissa ríki um bank­ana. Þess vegna hefði verið ákveðið að fara þessa leið.

Hvorki lán né styrk­ir

Geir seg­ist ekki vita hvort yf­ir­töku­skylda mynd­ist vegna kaupa rík­is­ins á 75% hlut í Glitni. Hann sagðist vera mjög ósátt­ur við að þurfa að taka 84 millj­arða króna af al­manna­fé til þess að kaupa hlut í Glitni. Það hafi hins veg­ar verið það eina rétta í stöðunni og það hafi orðið að gera eitt­hvað áður en markaðir voru opnaðir í morg­un.

Aðal­atriðið  sé að fjár­mála­stöðug­leik­an­um sé  ekki ógnað. Geir seg­ist gera ráð fyr­ir því að viðskipti með bréf Glitni hefj­ist í Kaup­höll Íslands á ný síðar í dag. Hvað varðar stöðu krón­unn­ar sagði for­sæt­is­ráðherra, að gengið sé orðið allt of lágt en það eigi eft­ir að styrkj­ast eft­ir að þess­ar breyt­ing­ar hafa verið kynnt­ar.
 
Hann sagði þetta vissu­lega vera mikla pen­inga, sem lagðir séu fram af al­manna­fé en hvorki væri um að ræða lán né styrki. Ef vel gangi og eng­in ástæða sé til að ætla annað, muni rík­is­sjóður losa sig við sinn hlut í Glitni. Aðspurður sagði hann að þetta sýni ekki fram á að einka­væðing bank­anna á sín­um tíma hafi verið röng. Þetta hefði getað komið fyr­ir einka­banka eða rík­is­banka.

Geir seg­ir stjórn­völd telja, að laga­heim­ild­ir Seðlabank­ans séu næg­ar til þess að ganga frá þess­um hluta­fjár­kaup­um. Síðar á kom­andi þingi verði aflað frek­ari laga­heim­ilda ef það ger­ist þörf á. „Við erum að kom­ast yfir ákveðinn brimskafl sem er óvana­leg­ur hér á Íslandi," sagði Geir.

Ekki þjóðnýt­ing

Geir seg­ist ekki vilja nota orðið þjóðnýt­ingu um Glitni þar sem ríkið sé að leggja bank­an­um til nýtt hluta­fé. Um ástæður þess, að Glitn­ir lenti skyndi­lega í mikl­um lausa­fjár­vand­ræðum, sagði Geir, að bank­inn hefði misst ákveðnar lánalín­ur og fleiri atriði hafi komið til sem höfðu meiri áhrif á Glitni en aðra banka. Sagðist Geir ger­ir ráð fyr­ir því að sagt hafi verið upp ákveðnum lána­mögu­leik­um líkt og fleiri bank­ar hafa lent í á síðustu tveim­ur vik­um í kjöl­far gjaldþrots banda­ríska fjár­fest­ing­ar­bank­ans Lehm­an Brot­h­ers. Hann sagðist síðan ekki vilja fara nán­ar út í innri mál Glitn­is við blaðamenn.

For­sæt­is­ráðherra seg­ist hafa staðið í þeirri trú að Glitn­ir væri vel fjár­magnaður og í sömu trú hefði Lár­us Weld­ing, for­stjóri Glitn­is, staðið. Geir sagði að eft­ir því sem hann vissi best standi hinir bank­arn­ir ekki frammi fyr­ir svipuðum vanda en hann hafi rætt við for­svars­menn þeirra um helg­ina. „Ég talaði við þá en það var ekk­ert sem benti til þess að þeir væru að fara í þrot," sagði Geir.

Að sögn Geirs verður ekki dregið úr op­in­ber­um fram­kvæmd­um þrátt fyr­ir að ríkið leggi 84 millj­arða króna í Glitni nú. Þá sagðist Geir telja að þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins sé samþykk­ur þess­um ákvörðunum en þing­flokks­fund­ur verður hald­inn síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK