Glitnir hefði farið í þrot

Eiríkur Guðnason, Lárus Welding og Davíð Oddsson á blaðamannafundi um …
Eiríkur Guðnason, Lárus Welding og Davíð Oddsson á blaðamannafundi um Glitni í Seðlabankanum í morgun. mbl.is/Kristinn

Davíð Odds­son, seðlabanka­stjóri, seg­ir kaup­in í Glitni ekki vera þjóðnýt­ingu en ef ekki hefði verið gripið til aðgerða hefði hluta­fé bank­ans verið 0 og hann hefði farið í þrot. Þetta kom fram í máli Davíðs á fundi með blaðamönn­um í Seðlabanka Íslands. Hann seg­ir að það sé mis­skiln­ing­ur fjöl­miðla að for­svars­menn Kaupþings hefðu verið á fundi með þeim í gær­kvöldi.

Davíð sagði á fund­in­um með blaðamönn­um að það liggi ljóst fyr­ir að að virði hluta­bréfa nú­ver­andi eig­enda Glitn­is snar­minnk­ar vegna þessa eða um allt að 80-90% en Davíð lagði áherslu á að það væri ekki endi­lega rétt­ir út­reikn­ing­ar því ætla mætti að gengi hluta­bréfa Glitn­is gæti styrkst við aðgerðir stjórn­valda.

Á fund­um kom skýrt fram í máli Davíðs að staða Glitn­is hefði verið slæm en að aðrir bank­ar væru ekki í viðlíka skoðun og Glitn­ir hafi verið í um helg­ina sem lauk með því að ís­lenska ríkið eign­ast 75% hlut í Glitni með því að leggja bank­an­um til 600 millj­ón­ir evra, um 84 millj­arða króna, í nýju hluta­fé.

Aðspurður um launa­kjör helstu stjórn­enda bank­anna, en eins og fram hef­ur komið  hef­ur verið lögð mik­il áhersla á end­ur­skoðun á of­ur­laun helstu stjórn­enda fjár­mála­stofn­ana í Banda­ríkj­un­um við gerð björg­un­ar­pakk­ans svo­nefnda, seg­ir Davíð að Glitn­ir hafi tekið vel á því í tíð nú­ver­andi stjórn­ar­for­manns, Þor­steins Más Bald­vins­son­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK