Hrun á Wall Street

00:00
00:00

Helstu hluta­bréfa­vísi­töl­ur á Wall Street hrundu í dag eft­ir að ljóst var að Banda­ríkjaþing hefði hafnað björg­un­ar­pakk­an­um. Lækkaði Dow Jo­nes vísi­tal­an um 6,98% eða 777,68 stig.  Nas­daq lækkaði um 9,14% og Stand­ard & Poor's lækkaði um 8,52%. Er þetta mesta fall í sögu Kaup­hall­ar­inn­ar í New York í stig­um talið en það 17. mesta í pró­sent­um.

Eft­ir að full­trúa­deild Banda­ríkjaþings hafnaði áætl­un Banda­ríkja­stjórn­ar um að nota 700 millj­arða dala til að bjarga fjár­mála­kerfi lands­ins. End­an­leg niðurstaða í at­kvæðagreiðslu um frum­varpið var sú að 228 þing­menn sögðu nei en 205 sögðu já.

Segja má að Dow Jo­nes og þróun vísi­töl­unn­ar í dag segi allt sem segja þarf um þá ör­vænt­ingu sem greip um sig þegar úr­slit­in voru ljós í full­trúa­deild­inni. Vísi­tal­an hrundi um fleiri hundruð stig á nokkr­um mín­út­um og í lok dags var ljóst að met­lækk­un­in frá 17. sept­em­ber 2001, fyrsta dag sem kaup­höll­in var opin eft­ir hryðju­verka­árás­irn­ar þann 11. sept­em­ber, var ekki leng­ur sú mesta í sögu vísi­töl­unn­ar en þann dag lækkaði hún um  684,81 stig. Í Kaup­höll­inni í New York í dag hækkaði verð 162 fé­laga á meðan 3.073 fé­lög lækkuðu í verði.

Verð á hrá­ol­íu til af­hend­ing­ar í nóv­em­ber lækkaði um tæp 10% eða um 10,52 dali tunn­an á NY­MEX markaðnum í New York. Var loka­verð henn­ar 96,37 dal­ir tunn­an en má vænta þess að eft­ir­spurn eft­ir olíu minnki mjög á næst­unni. 

Hluta­bréf fjár­mála­stofn­ana lækkuðu mest í dag. Meðal ann­ars lækkaði Wachovia um 81,50% en til­kynnt var fyrr í dag að Citigroup myndi yf­ir­taka bank­ann. Citigroup lækkaði um 11,9%, bank­inn Nati­onal City lækkaði um 63%, Morg­an Stanley lækkaði um 15,2%, JP­Morg­an Chase lækkaði um 15% og Bank of America lækkaði um 17,6%.

Hluta­bréf Apple voru meðal þeirra sem lækkuðu mikið í dag og um tíma fór verð þeirra ná­lægt 100 döl­um og er það lægsta gildi þeirra síðan í byrj­un árs 2007. Skýrist lækk­un­in af því að sér­fræðing­ur hjá Morg­an Stanley lækkaði mat á  Apple-bréf­um þar sem talið er að sala á vör­um fé­lags­ins muni drag­ast sam­an vegna fjár­hags­stöðu al­menn­ings.

Hluta­bréf deCode, móður­fé­lags Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar lækkuðu um 6,98% í dag og er loka­verð þeirra 0,4 dal­ir.

Miðlari fylgist angistarfullur með hlutabréfavísitölum falla á Wall Street.
Miðlari fylg­ist ang­istar­full­ur með hluta­bréfa­vísi­töl­um falla á Wall Street. Reu­u­ters
Reu­ters
Sumar myndir segja meira en þúsund orð
Sum­ar mynd­ir segja meira en þúsund orð AP
Dow Jones lækkaði um tæp 780 stig um tíma í …
Dow Jo­nes lækkaði um tæp 780 stig um tíma í kvöld AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK