Matsfyrirtækið Standard & Poor's tilkynnti í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunn Glitnis sem mótaðila úr BBB+/A2 í BBB/A-3. Ennfremur lækkar fyrirtækið einkunn sína á víkjandi skuldabréfum Glitnis í BB.
Tilkynningin kemur í kjölfar tilkynningar þar sem S&P lækkar lánshæfismatseinkunn ríkissjóðs vegna skuldbindinga í erlendri mynt úr A/A-1 í A-/A-2. Þá lækkar matsfyrirtækið einnig einkunn ríkissjóðs vegna skuldbindinga í íslenskum krónum úr A+/A-1 í AA-/A-1+.