Lárus áfram bankastjóri Glitnis

Lárus Welding
Lárus Welding Þorvaldur Örn Kristmundsson

Ríkið hef­ur farið þess á leit  við Lár­us Weld­ing, for­stjóra, að hann haldi áfram störf­um sín­um  fyr­ir Glitni.  Hann hef­ur  fall­ist á  þá
beiðni.

Í til­kynn­ingu frá Glitni kem­ur fram að  stjórn og stærstu hlut­haf­ar Glitn­is hafa fall­ist á kaup rík­is­ins á 75% hlut í bank­an­um með fyr­ir­vara um samþykki hlut­hafa­fund­ar.

„Fjár­mögn­un Glitn­is hef­ur gengið vel á þessu ári þrátt fyr­ir afar erfiðar markaðsaðstæður. Engu að síður hafa viðburðir síðustu tveggja vikna á banda­rísk­um og evr­ópsk­um fjár­mála­mörkuðum haft í för með sér
ófyr­ir­sjá­an­leg­ar af­leiðing­ar sem ger­breyttu for­send­um skamm­tíma
fjár­mögn­un­ar Glitn­is. Í því ljósi ákvað stjórn Glitn­is að óska eft­ir viðræðum við Seðlabanka Íslands til þess að ræða mögu­leg­ar lausn­ir á þeim vanda sem bank­inn stóð frammi fyr­ir. Þær viðræður leiddu til fram­an­greindr­ar niður­stöðu," að því er seg­ir í til­kynn­ingu Glitn­is.

Til­lag­an var sett fram seint í gær­kvöldi og var boðað til stjórn­ar­fund­ar í Glitni banka í morg­un. Á þeim fundi var ákveðið að ganga að henni.

Lár­us Weld­ing, for­stjóri Glitn­is, seg­ir í til­kynn­ingu: ,,Stjórn og stjórn­end­ur bank­ans hafa unnið öt­ul­lega að fjár­mögn­un bank­ans í öldu­róti und­an­far­inna mánaða, en staðan versnaði til muna allra síðustu daga. Þessi inn­koma rík­is­ins styrk­ir eig­in­fjár­stöðu bank­ans mjög og tek­ur af  all­an vafa um fjár­hags­lega stöðu Glitn­is.

Við höf­um séð sam­bæri­leg­ar aðgerðir í lönd­un­um í kring­um okk­ur sem
end­ur­spegl­ar vel þá erfiðu stöðu sem rík­ir á alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum. Þessi aðgerð hef­ur því miður nei­kvæð áhrif á nú­ver­andi hlut­hafa en er nauðsyn­leg til lengri tíma litið.

Viðskipta­vin­ir okk­ar munu ekki finna fyr­ir breyt­ing­um og Glitn­ir mun áfram leggja höfuðáherslu á að veita góða og öfl­uga þjón­ustu. Ég tel mig einnig geta full­yrt að þess­ar aðgerðir end­ur­spegla mikið traust stjórn­valda til Glitn­is og eru mik­il­væg­ur liður í því að tryggja fjár­mála­stöðug­leika í land­inu. Lands­lagið á ís­lensk­um fjár­mála­markaði hef­ur með þessu breyst. Glitn­ir stend­ur eft­ir sterk­ari en fyrr."

Þor­steinn Már Bald­vins­son stjórn­ar­formaður Glitn­is, seg­ir í til­kynn­ingu: „Ég hef lagt áherslu á að auka hagræði í rekstri bank­ans. Mér þykir  mjög miður að við skyld­um ekki kom­ast með öðrum hætti í gegn­um þenn­an krappa sjó eins og lagt var upp með. Þessi niðurstaða trygg­ir þó framtíð bank­ans og hags­muni viðskipta­vina og starfs­fólks. Það er mér mjög mik­il­vægt. Okk­ar fólk hef­ur unnið mjög gott starf við gríðarlega erfiðar aðstæður."

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK