Möguleg sameining Landsbankans og Glitnis rædd

Sverrir Vilhelmsson

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, seg­ir vita til þess að sú hug­mynd hafi verið rædd um nokkra hríð að Lands­bank­inn og Glitn­ir myndu sam­ein­ast. Geir seg­ist ekki vita til þess að eig­end­ur Lands­bank­ans hafi rætt við eig­end­ur Glitn­is í dag um að bank­arn­ir sam­ein­ist. Þetta kom fram í viðtali við Geir í Kast­ljósi í kvöld.

Geir seg­ist aðspurður vita til þess að það sé hug­mynd sem hafi verið í gangi um nokkra hríð  en sú hug­mynd hafi byggt á því að þeir gætu mæst nokk­urn veg­inn á jafn­rétt­is­grund­velli og samið sín á milli. Hann seg­ir að það hefði hins veg­ar verið eðli­legra að slíkt hefði gerst á fyrri stig­um, það er í síðustu viku eða fyrr. Ef þeir hefðu viljað fá at­beina rík­is­ins að slíku að hafa þá sam­band við stjórn­völd.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK