Verð á hráolíu til afhendingar í nóvember hefur lækkað um ríflega sex dali tunnan það sem af er degi á NYMEX markaðnum í New York. Svo virðist sem fjárfestar veðji á að eftirspurn eftir eldsneyti eigi eftir að dragast saman þrátt fyrir aðgerðir bandarískra stjórnvalda. Eins hafði áhrif til lækkunar styrking Bandaríkjadals gagnvart helstu gjaldmiðlum.
Verð á hráolíu er nú 100,28 dalir tunnan eftir að hafa farið niður fyrir 100 dali á tunnuna fyrr í dag. Í Lundúnum hefur tunnan á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 5,73 dali og er 97,81 dalur tunnan.