Olíuverð lækkar hratt

Friðrik Tryggvason

Verð á hráolíu til afhendingar í nóvember hefur lækkað um ríflega sex dali tunnan það sem af er degi á NYMEX markaðnum í New York. Svo virðist sem fjárfestar veðji á að eftirspurn eftir eldsneyti eigi eftir að dragast saman þrátt fyrir aðgerðir bandarískra stjórnvalda. Eins hafði áhrif til lækkunar styrking Bandaríkjadals gagnvart helstu gjaldmiðlum.

Verð á hráolíu er nú 100,28 dalir tunnan eftir að hafa farið niður fyrir 100 dali á tunnuna fyrr í dag. Í Lundúnum hefur tunnan á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 5,73 dali og er 97,81 dalur tunnan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK