Ríkið eignast 75% í Glitni

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, og Lárus Welding, forstjóri, koma …
Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, og Lárus Welding, forstjóri, koma af fundi í Seðlabankanum í gærkvöldi. m l.is/Golli

Gert hef­ur verið sam­komu­lag milli rík­is­stjórn­ar Íslands og eig­enda Glitn­is banka hf. að höfðu sam­ráði við Seðlabanka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­litið um að rík­is­sjóður leggi bank­an­um til nýtt hluta­fé. Þetta er gert með hliðsjón af þröngri lausa­fjár­stöðu Glitn­is og ein­stak­lega erfiðum aðstæðum á alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum um þess­ar mund­ir.

Rík­is­sjóður mun með milli­göngu Seðlabanka Íslands leggja Glitni til hluta­fjár­fram­lag að jafn­v­irði 600 millj­óna evra  (eða um 84 millj­arða króna) og með því verða eig­andi að 75% hlut í Glitni, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Seðlabanka Íslands.

Boðað verður til hlut­hafa­fund­ar í Glitni svo fljótt sem samþykkt­ir leyfa þar sem til­laga þar að lút­andi verður lögð fram til samþykkt­ar.
 
Fjár­mála­eft­ir­litið met­ur eig­in­fjár­stöðu og eigna­safn Glitn­is traust. Eig­in­fjár­hlut­fall Glitn­is verður 14,5% eft­ir þessa aðgerð. Rekst­ur bank­ans verður með eðli­leg­um hætti.
 
Rík­is­sjóður stefn­ir ekki að því að eiga eign­ar­hlut­inn í bank­an­um til lang­frama. Til­gang­ur­inn með þess­ari aðgerð er að tryggja stöðug­leika í fjár­mála­kerf­inu.

Viðskipti fjár­mála­gern­inga Glitn­is stöðvuð tíma­bundið

Fjár­mála­eft­ir­litið stöðvaði tíma­bundið viðskipti með alla fjár­mála­gern­inga sem gefn­ir eru út af Glitni sem tekn­ir hafa verið til viðskipta á skipu­leg­um verðbréfa­markaði. Ákvörðun þessi er tek­in til að vernda jafn­ræði fjár­festa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK