Sparifjáreigendur í Glitni hafa haldið ró sinni í kjölfar frétta þess efnis að ríkið hafi eignast 75% í bankanum. Að sögn upplýsingafulltrúa Glitnis hefur ekki borið á því að sparifjáreigendurnir séu farnir að ókyrrast og taka út sitt sparifé í kjölfar tíðindanna.
Stefnt er að því að halda hlutahafafund eins fljótt og auðið er. Ekki liggur fyrir nákvæm tímasetning að svo stöddu.