Staða Kaupþings er sterk og bankinn þarf ekki á neinum stuðningi stjórnvalda að halda, segir Jónas Sigurgeirsson, yfirmaður samskiptasviðs Kaupþings í viðtali við Reuters fréttastofuna. Segir hann að fjármögnum Kaupþings sé góð sem og greiðsluhæfi bankans. Gengi Kaupþings hefur lækkað um tæp 3% það sem af er degi.
Aðspurður segir Jónas að engin hætta sé á að Kaupþing þurfi á fjármagni að halda frá íslenskum stjórnvöldum líkt og Glitnir hefur nú fengið.