Stoðir óska eftir greiðslustöðvun

Stjórn Stoða hf., áður FL Group hf., hefur óskað eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur að félaginu verði veitt heimild til greiðslustöðvunar. Gert er ráð fyrir að beiðnin verði tekin fyrir og afgreidd með heimild til greiðslustöðvunar í dag og tilsjónarmaður á greiðslustöðvunartíma skipaður.

Eignarhlutur Stoða  í Glitni var um 32% áður en íslenska ríkið eignaðist 75% hlut í bankanum. Alls áttu 20 stærstu hluthafarnir tæp 67,4% hlut fyrir aðgerðirnar, sem skýrt var frá í morgun en ríkið leggur Glitni til jafnvirði 84 milljarða króna í nýju hlutafé en fær á móti 75% hlut í bankanum.

Hluthafalisti Glitnis, eins og hann er birtur á vef bankans, er eftirfarandi:

  1. FL GLB Holding B.V. 13,344%
  2. FL Group Holding Netherlands B. 11,132%
  3. FL Group hf 5,793%
  4. Þáttur International ehf 5,589%
  5. GLB Hedge 5,014%
  6. Saxbygg Invest ehf 5%
  7. Glitnir bank hf. 4,520
  8. Landsbanki Luxembourg S.A. 2,374
  9. Salt Investments ehf 2,321
  10. Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 2,180%
  11. Sund ehf 2,044%
  12. Rákungur ehf 2%
  13. IceProperties ehf 1,75%
  14. Kristinn ehf 1,705%
  15. LI-Hedge 1,318%
  16. Gildi-lífeyrissjóður 1,303%
  17. Icebank hf 0,957%
  18. Langflug ehf 0,914%
  19. Bygg invest ehf 0,880%
  20. Stím ehf 0,867%
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK