Stoðir óska eftir greiðslustöðvun

Stjórn Stoða hf., áður FL Group hf., hef­ur óskað eft­ir því við Héraðsdóm Reykja­vík­ur að fé­lag­inu verði veitt heim­ild til greiðslu­stöðvun­ar. Gert er ráð fyr­ir að beiðnin verði tek­in fyr­ir og af­greidd með heim­ild til greiðslu­stöðvun­ar í dag og til­sjón­ar­maður á greiðslu­stöðvun­ar­tíma skipaður.

Eign­ar­hlut­ur Stoða  í Glitni var um 32% áður en ís­lenska ríkið eignaðist 75% hlut í bank­an­um. Alls áttu 20 stærstu hlut­haf­arn­ir tæp 67,4% hlut fyr­ir aðgerðirn­ar, sem skýrt var frá í morg­un en ríkið legg­ur Glitni til jafn­v­irði 84 millj­arða króna í nýju hluta­fé en fær á móti 75% hlut í bank­an­um.

Hlut­hafalisti Glitn­is, eins og hann er birt­ur á vef bank­ans, er eft­ir­far­andi:

  1. FL GLB Hold­ing B.V. 13,344%
  2. FL Group Hold­ing Net­herlands B. 11,132%
  3. FL Group hf 5,793%
  4. Þátt­ur In­ternati­onal ehf 5,589%
  5. GLB Hed­ge 5,014%
  6. Sax­bygg In­vest ehf 5%
  7. Glitn­ir bank hf. 4,520
  8. Lands­banki Lux­em­bourg S.A. 2,374
  9. Salt In­vest­ments ehf 2,321
  10. Líf­eyr­is­sjóðir Banka­stræti 7 2,180%
  11. Sund ehf 2,044%
  12. Rák­ung­ur ehf 2%
  13. IceProperties ehf 1,75%
  14. Krist­inn ehf 1,705%
  15. LI-Hed­ge 1,318%
  16. Gildi-líf­eyr­is­sjóður 1,303%
  17. Icebank hf 0,957%
  18. Lang­flug ehf 0,914%
  19. Bygg in­vest ehf 0,880%
  20. Stím ehf 0,867%
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK