Umtalsverð verðmæti í hlut Stoða

Skarphéðinn Berg Steinarsson
Skarphéðinn Berg Steinarsson

Skarp­héðinn Berg Stein­ars­son, for­stjóri Landic Properties, seg­ir að ómögu­legt sé að segja til um frama­haldið en fyrr í dag óskaði stærsti hlut­hafi fé­lags­ins, Stoðir, eft­ir greiðslu­stöðvun. Stoðir eiga tæp 40% í Landic. Seg­ir hann að um­tals­verð verðmæti séu fólg­in í hlut Stoða í Landic en hvað verði um þann hlut viti eng­inn í dag.

Skarp­héðinn seg­ir að Landic muni halda sínu striki og fé­lagið sé ekki háð Stoðum hvað varðar fjár­mögn­un. Stoðir hafi tekið þátt í upp­bygg­ingu Landic en Landic eigi eng­ar kröf­ur á Stoðir og því muni greiðslu­stöðvun fé­lags­ins ekki hafa áhrif á Landic til skemmri tíma litið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK