Vilja efla bankana

Davíð Oddsson ekur á brott frá Seðlabankanum með þeim Geir …
Davíð Oddsson ekur á brott frá Seðlabankanum með þeim Geir H. Haarde og Árna M. Mathiesen eftir stíf fundahöld í gærkvöldi. mbl.is/Golli

Viðræður bankastjórnar Seðlabankans við æðstu yfirmenn viðskiptabankanna þriggja í gær snerust um hvort Seðlabankinn ætti að setja eigið fé inn í bankana, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Vildi Seðlabankinn þannig styrkja eiginfjárgrunn þeirra á meðan þeir sigla í gegnum fjármálakreppuna.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var ekki tekið sérlega vel í þessa hugmynd. Íslenska banka vanti ekki tilfinnanlega eigið fé heldur greiðara aðgengi að lausafé. Er þá helst mælst til þess að Seðlabankinn veiti bönkunum aðgang að erlendum gjaldeyri. Er í því samhengi bent á aðgerðir annarra seðlabanka, sem veiti bönkum lánafyrirgreiðslu í erlendri mynt. Hugmyndir um slíkt hafa ekki gengið hér á landi og verið slegnar út af borðinu í Seðlabankanum samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Telja sérfræðingar að lítið flæði af gjaldeyri á markaðnum eigi sinn þátt í að krónan hefur veikst. Það vanti aðgang að gjaldeyri til að smyrja gangverk fjármálakerfisins.

Í síðustu viku var tilkynnt um að Seðlabanki Íslands væri ekki aðili að samningi bandaríska seðlabankans og seðlabanka Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs um aðgengi í dollurum. Í gær mátti heyra að margir óttuðust um afdrif krónunnar í dag og næstu daga ef engar jákvæðar fréttir berast. Er jafnvel talað um að það muni hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjölmarga einstaklinga og fyrirtæki ef krónan lækkar enn meira.

Meðal þeirra sem mættu á fundinn í Seðlabankanum í gærkvöldi voru Lárus Welding, bankastjóri Glitnis, Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður bankans, og Gestur Jónsson lögmaður. Einnig mættu forystumenn stjórnarandstöðunnar, þ.á m. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG. Fyrr um kvöldið hafði forsætisráðherra fundað með Kjartani Gunnarssyni sem situr í stjórn Landsbankans. Fundahöld stóðu yfir í allan gærdag og komu m.a. bankastjórar Kaupþings á fund í forsætisráðuneytið.

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokks, Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, …
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokks, Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, sátu fundinn. mbl.is/Golli
Bankamenn koma af fundinum í Seðlabankanum í gærkvöldi.
Bankamenn koma af fundinum í Seðlabankanum í gærkvöldi. mbl.is/Golli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK