Íslendingar gætu þurft að selja eignir í Danmörku

Magasin du Nord í Kaupmannahöfn.
Magasin du Nord í Kaupmannahöfn. Ómar Óskarsson

Svo get­ur farið að lausa­fjár­krepp­an í heim­in­um merki enda­lok mikið um­talaðra fjár­fest­inga Íslend­inga í Dan­mörku, seg­ir á vefsíðu danska blaðsins Jyl­l­ands-Posten í dag. Blaðið seg­ir að marg­ir grein­end­ur full­yrði að Íslend­ing­arn­ir geti neyðst til að selja eign­irn­ar til að afla sér fjár.

„En tíma­setn­ing söl­unn­ar gæti ekki verið verri og ís­lensku fyr­ir­tæk­in eru ekki meðal þeirra sem menn hafa mest­an áhuga á," seg­ir blaðið. „Í fyrsta lagi er ár­ang­ur þeirra alls ekki glæsi­leg­ur. Í öðru lagi starfa þau í grein­um sem sam­kvæmt hefð  lenda í mikl­um vanda þegar hagsveifl­an er niður á við.

Smá­sala, flugrekst­ur og fast­eigna­rekst­ur verða illa úti þegar neyslu­veisl­an er búin og það er á þess­um sviðum sem Íslend­ing­arn­ir hafa einkum haslað sér völl. Oft með láns­fé sem er mjög erfitt þegar kreppa er á lána­markaði."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK