Gengisvísitalan stendur í 190,90 stigum og hefur aldrei áður farið yfir 190 stig en upphafsgildi hennar var 186,80 stig. Þetta þýðir að krónan hefur veikst um 2,2% frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði klukkan 9:15. Lítil viðskipti eru á bak við veikinguna en alls nema viðskipti á millibankamarkaði 3,5 milljörðum króna. Gengi Bandaríkjadals er 101,50 krónur, pundið er 183,20 krónur og evran er 145,85 krónur.