Kallaði ráðherra og þingmenn á fund

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Golli

Fram kem­ur í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu í dag, að Jón Ásgeir Jó­hann­es­son hafi í fyrrinótt, eft­ir að sú niðurstaða var feng­in að ríkið fengið 75% hlut í Glitni, kallað kallað Björg­vin Sig­urðsson, bankaráðherra, og ein­hverja óbreytta þing­menn stjórn­ar­flokk­anna til fund­ar. Jón Ásgeir ræddi sjálf­ur við ráðherr­ann en þeir Þor­steinn Már Bald­vins­son, stjórn­ar­formaður Glitn­is, og Lár­us Weld­ing, for­stjóri bank­ans, ræddu við þing­menn­ina.

Í frétta­skýr­ingu Agnes­ar Braga­dótt­ur og Pét­urs Blön­dal er haft eft­ir heim­ild­um, að hljóðið í Jóni Ásgeiri hafi verið afar þungt og hann hafi látið ráðherr­ann fá það óþvegið og bók­staf­lega dembdi sér yfir hann.

Efn­is­lega beind­ist öll hans gagn­rýni að Davíð Odds­syni og hann reifaði þá sam­særis­kenn­ingu að seðlabanka­stjóri væri nú að koma fram hefnd­um og vinna fullnaðarsig­ur á Jóni Ásgeiri og fjöl­skyldu hans. Fram kem­ur að fáum sög­um fari af viðbrögðum ráðherr­ans við efn­is­inni­haldi þessa næt­ur­fund­ar en hermt sé að hann hafi verið svo gott sem orðlaus.

Hvað varðar fundi stjórn­ar­for­manns og for­stjóra Glitn­is með þing­mönn­um er því haldið fram að þeir hafi verið efn­is­lega á sömu lund og fund­ur Jóns Ásgeirs með bankaráðherr­an­um en mun hófstillt­ari á all­an hátt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK