Moody's lækkar einkunn Glitnis

Mats­fyr­ir­tækið Moo­dy's hef­ur lækkað láns­hæfis­ein­kunn Glitn­is í kjöl­far þess að ís­lenska ríkið ákvað að leggja bank­an­um til 84 millj­arða króna hluta­fé gegn 75% eign­ar­hlut. Þá hef­ur Moo­dy's tekið láns­hæfis­ein­kunn­ir hinna bank­anna og ís­lenska rík­is­ins til end­ur­skoðunar og mögu­legr­ar lækk­un­ar.

Moo­dy's hef­ur lækkað láns­hæfis­ein­kunn sína á lang­tíma­skuld­bind­ing­um Glitn­is úr A2 í Baa2, á skamm­tíma­skuld­bind­ing­um úr P1 í P2 og fjár­hags­leg­an styrk­leika úr C- í D. Horf­ur fyr­ir fjár­hags­leg­an styrk­leika eru nei­kvæðar. Í gær­kvöldi lækkaði Stand­ard & Poor's ein­kunn Glitn­is og í dag lækkaði Fitch Rat­ings ein­kunn­ina og ein­kunn þriggja annarra banka og rík­is­sjóðs.

Þá til­kynnti Moo­dy's að fyr­ir­tækið hefði tekið ein­kunn­ir Kaupþings og Lands­bank­ans til at­hug­un­ar vegna hugs­an­legr­ar lækk­un­ar. Ein­kunn Kaupþings vegna lang­tíma­skuld­bind­inga, A1 og ein­kunn vegna fjár­hags­lega styrk­leika, C-, hafa verið tekn­ar til at­hug­un­ar vegna hugs­an­legr­ar lækk­un­ar, en Moo­dy's staðfest­ir á sama tíma ein­kunn bank­ans vegna skamm­tíma­skuld­bind­inga, P-1.

Láns­hæf­is­mat­s­ein­kunn Lands­bank­ans,  A2/​C-, hef­ur verið tek­in til at­hug­un­ar með mögu­lega lækk­un í huga. Hins veg­ar hef­ur ein­kunn vegna inn­lendra og er­lendra skamm­tíma­skuld­bind­inga bank­ans, P-1, verið staðfest, en það er jafn­framt hæsta ein­kunn sem gef­in er af Moo­dy's.  

Að sögn Moo­dy's end­ur­spegl­ar þessi ákvörðun sí­fellt veik­ari fjár­hags­stoðir  ís­lenska banka­kerf­is­ins í ljósi skorts á lausa­fé um all­an heim.

Þá hef­ur fyr­ir­tækið einnig tekið láns­hæfis­ein­kunn­ir ís­lenska rík­is­ins til end­ur­skoðunar og mögu­legr­ar lækk­un­ar. Ísland hef­ur ein­kunn­ina Aa1 fyr­ir skulda­bréfa­út­gáfu og Aa1 í land­s­ein­kunn inn­lána í er­lendri mynt. Moo­dy's lækkaði ein­kunn­ina síðast í maí. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK