Tap Eglu 15 milljarðar króna

Tap Eglu nam rúmum fimmtán milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra hagnaðist félagið, sem er í eigu Kjalars, um tæplega 23,1 milljarð króna. Eignir félagsins lækkuðu um 33.587 milljónir króna frá byrjun árs til loka tímabilsins. Heildarskuldir Eglu hf. lækkuðu um 18.555 miljónir króna frá upphafi árs til loka tímabilsins og eru 37.198 milljónir króna.

Segir í tilkynningu frá Eglu að eignarhlutur félagsins í Kaupþingi hf. hefur lækkað um 5,2% frá áramótum til loka júní og í Alfesca um tæp 12,9% á tímabilinu. Á sama tímabili hefur gengi íslensku krónunnar veikst um 16,83%.Egla er annar stærsti hluthafinn í Kaupþingi en félagið varð til við kaup á Búnaðarbankanum þegar bankinn var einkavæddur. Eignarhlutur Eglu í Kaupþingi nemur9,88%, í Alfesca 39,67% og í Exista 0,46%.

„ Á yfirstandandi reikningstímabili hefur ástand á alþjóðlegum fjármálamörkuðum einkennst af mikilli lausafjárkreppu með þeim afleiðingum að hlutabréf skráðra félaga á Íslandi hafa lækkað mikið auk þess sem lán félagsins hafa hækkað með veikingu krónunnar.

Í þeim tilgangi að verjast gengisáhættu hefur móðurfélag félagsins, Kjalar hf. gert gjaldmiðlasamninga á heildarlánasafni samstæðunnar," að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka