Úrvalsvísitalan lækkaði um 16,59%

Friðrik Tryggvason

Úrvals­vísi­tal­an lækkaði um 16,59% í dag og hef­ur aldrei áður lækkað jafn mikið á ein­um degi. Loka­gildi henn­ar er 3.395,69 stig. Hef­ur vísi­tal­an lækkað um 46,25% á ár­inu.

Skýrist lækk­un­in aðallega á lækk­un Glitn­is en bank­inn lækkaði um 71% í dag frá loka­verði á föstu­dag sem var 15,7 en loka­verðið í dag var 4,55. Lokað var fyr­ir viðskipti með bréf Glitn­is í gær vegna kaupa rík­is­ins á 75% hluta­fjár á 84 millj­arða króna.

Spron lækkaði um 9,66%, Atlantic Petrole­um 9,09%, Ex­ista 8,26%, Atorka 5,37% og Lands­bank­inn 5,12%.

Fær­eyja­banki hækkaði um 2,44%, Al­fesca 0,47% og Össur 0,11%.

Mik­il viðskipti hafa verið með skulda­bréf í Kaup­höll Íslands í dag og í gær og hafa þau hækkað veru­lega í verði. Nam velt­an í dag 49,2 millj­örðum króna en velt­an með hluta­bréf nam 19,8 millj­örðum króna. Mest velta var með bréf Lands­bank­ans, 9,4 millj­arðar króna og Kaupþing 7 millj­arðar króna. Hluta­bréf Kaupþings lækkuðu um 4,29%.

Í Ósló hækkaði hluta­bréfa­vísi­tal­an um 6,07% og Hels­inki 0,63%. Kaup­manna­höfn lækkaði um 2,13% og Stokk­hólm­ur um 0,75%. Samn­or­ræna vísi­tal­an Nordic 40 lækkaði um 0,72%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK