Úrvalsvísitalan lækkar um 12,73%

Friðrik Tryggvason

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 12,73% í Kauphöll Íslands í dag og er vísitalan 3.552,63 stig. Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands skýrist lækkun vísitölunnar á því að gengi Glitnis hefur lækkað um 69,4% í dag en lokagildi bankans var 15,7 á föstudag en er nú 4,80.

Lokað var fyrir viðskipti með Glitni í gær en tilkynnt var í gærmorgun að íslenska ríkið myndi eignast 75% í bankanum og leggja honum til 600 milljónir evra í nýju hlutafé.

Eik banki hefur lækkað um 4%, Exista um 1,8%, Bakkavör 1,4%, Eimskip 1,2% og Atorka 0,8%. Hlutabréf Straums hafa hækkað um 1,9%, Landsbankinn 0,7% og Færeyjabanki hefur hækkað um 0,6%.

Hlutabréfavísitölur hafa hækkað í öðrum norrænum kauphöllum í dag. Í Ósló um 1,73%, Kaupmannahöfn 0,96%, Helsinki 1,63% og Stokkhólmur um 0,21%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur hækkað um 0,56%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK