Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, velti því fyrir sér í fréttum Ríkisútvarpsins hvers vegna forsvarsmenn Glitnis hafi leitað eftir þrautavaraláni hjá Seðlabankanum ef ekki var búið að ganga úr skugga um hvort aðrar leiðir væru færar. Slíkt jaðri við misnotkun á Seðlabankanum.
Bæði Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður Glitnis og Jón
Ásgeir Jóhannesson hafa sagt að kaup ríkisins á 75% hlut í Glitni hafi
verið óvenju harkaleg aðgerð.