Fjármálafundi Glitnis frestað

mbl.is/ÞÖK

Fjármálafundii Glitnis, sem halda átti í kvöld á Nordica hóteli, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Fundurinn átti að fjalla um fjármál heimilanna, sparnað og stöðu Glitnis í breyttu umhverfi. Yfirskriftin var: Þarf ég að hafa áhyggjur?

Á heimasíðu Glitnis segir að þessi vika hafi verið viðburðarík hjá bankanum og mikið annríki verið vegna aðstæðna sem öllum megi vera ljósar. Markmiðið með því að fresta fundinum sé að halda hann þegar meiri ró hafi færst yfir fjármálamarkaðinn og sé talið að hann verði um leið gagnlegri fyrir þá sem fundinn sækja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK