Heimila samruna BHP Billitons og Rio Tinto

BHP Billiton vill yfirtaka Rio Tinto
BHP Billiton vill yfirtaka Rio Tinto AP

Áströlsk samkeppnisyfirvöld munu ekki standa í veginum fyrir yfirtöku námafyrirtækisins BHP Billitons á samkeppnisaðilanum Rio Tinto. Alls greiðir BHP Billiton 120 milljarða Bandaríkjadala, 12.202 milljarða íslenskra króna, fyrir Rio Tinto. Segir í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins að ólíklegt sé að sameiningin muni skaða samkeppni.

Um óvinveitta yfirtöku er að ræða, það er hún er ekki gerð með vilja stjórnar Rio Tinto, og hafa víða vaknað spurningar, þar á meðal í Kína, að með sameinuðu fyrirtæki hafi það markaðsráðandi stöðu þegar kemur að framleiðslu og verðlagningu á ýmiskonar hrávöru.

Segir í niðurstöðu Samkeppniseftirlits Ástralíu, Australian Competition and Consumer Commission (ACCC), að námarisinn muni verði stærsti framleiðandi á járni, málmgrýti, kolum, báxíti,  súráli, kopar og úrani. Niðurstaða ACCC kemur í kjölfar ákvörðunar samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um að heimila samrunann.

BHP Billiton gerði tilboð í Rio Tinto, sem er þriðja stærsta námafyrirtæki heims, í febrúar og hljóðar það upp á 3,4 hluti í BHP fyrir hvern hlut í Rio Tinto. Stjórn Rio Tinto hefur ítrekað hafnað tilboðinu og segir að það sé of lágt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka