Fjallað er um stöðu Íslands sem fjárfestingakosts í Lex-dálki Financial Times í dag. Kemur þar fram að skuldabréfamarkaðurinn líti á Ísland sem verri kost heldur en Líbanon og Kasakstan. Þar kemur fram að skuldatryggingaálag íslensku bankanna hafi hækkað gríðarlega og að litið sé á björgun ríkisins á Glitni sem verri kost en engan.
Segir höfundur Lex að eftir að hafa setið hjá allt árið hafi Seðlabanki Íslands loks gripið til aðgerða sem ekki séu í takt við aðgerðir seðlabanka Danmerkur og Englandsbanka sem hafi rýmkað reglur í stað þess að yfirtaka banka líkt og ríkið hafi gert í tilviki Glitnis.