Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu

Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson koma af fundinum í …
Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson koma af fundinum í stjórnarráðinu. mbl.is/Brynjar Gauti

Sig­urður Ein­ars­son, stjórn­ar­formaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sig­urðsson, for­stjóri, hittu Geir Haar­de for­sæt­is­ráðherra í stjórn­ar­ráðinu í kvöld. Fund­ur­inn hófst um klukk­an tíu og stóð í eina klukku­stund.

Sig­urður sagðist hafa dvalið er­lend­is und­an­farið og viljað fara yfir stöðu efna­hags­mála með for­sæt­is­ráðherra. Aðspurður sagði hann að mál­efni Glitn­is hefðu vissu­lega verið rædd en ekki aðkoma Kaupþings að því máli. Kaup­in væru mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar og þeir standi fyr­ir utan það.

„Við vor­um að fara yfir mál­in al­mennt," sagði Sig­urður. „Við vor­um að segja hon­um frá hvernig við lít­um á ástandið, bæði hér heima og á alþjóðleg­um mörkuðum." Ástandið væri vissu­lega erfitt. Það þyrfti ekki að fara mörg­um orðum um það.

„Nei, nei, ég held að það sé alltof snemmt að gera það," sagði Sig­urður aðspurður um hvaða skoðun hann hefði á kaup­um rík­is­ins í Glitni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK