Eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur MBL Sjónvarpi.
Kaup á Straums á þremur fyrirtækjum Landsbankans í verðbréfastarfsemi er einfaldari og skýrari lausn en að sameina þessar tvær bankastofnanir segir bankastjóri Landsbankans og segir að eftir ítarlega skoðun á mögulegum samruna hafi þessi leið verið valin.
Sameining Straums og Landsbankans er því ekki á dagskrá en Sigurjón Þ. Árnason vill ekki svara því hvort verið sé að liðka til fyrir annarskonar samruna á bankamarkaði. Til að mynda sameiningu Glitnis og Landsbanka. Sá möguleiki hafi verið upp á borðinu en sé ekki til staðar eins og málin líti út í dag.