Seðlabankinn hefur sent frá sér athugasemd vegna ummæla Þorsteins Más Baldvinssonar, stjórnarformanns Glitnis, í Kastljósi Sjónvarpsins í gær. Segir í athugasemd bankans, að fréttamannafundur um aðkomu ríkissjóðs að Glitni hafi ekki verið boðaður á mánudagsmorgun fyrr en samþykki stærstu hluthafa Glitnis lá fyrir.
Athugasemdin er eftirfarandi:
„Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld, þriðjudaginn 30. september, var látið að því liggja að Seðlabanki Íslands hefði boðað fréttamannafund á mánudagsmorgun um málefni Glitnis Banka hf. áður en fyrir lá samþykki hluthafa í bankanum um aðkomu ríkissjóðs að bankanum. Þetta er ekki rétt. Fréttamannafundur var ekki boðaður fyrr en að fengnu samþykki stærstu hluthafa."