Samþykki stærstu hluthafa lá fyrir

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, á blaðamannafundi …
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, á blaðamannafundi Seðlabankans á mánudag. mbl.is/Kristinn

Seðlabankinn hefur sent frá sér athugasemd vegna ummæla Þorsteins Más Baldvinssonar, stjórnarformanns Glitnis, í Kastljósi Sjónvarpsins í gær. Segir í athugasemd bankans, að fréttamannafundur um aðkomu ríkissjóðs að Glitni hafi ekki verið boðaður á mánudagsmorgun fyrr en samþykki stærstu hluthafa Glitnis lá fyrir.  

Athugasemdin er eftirfarandi:

„Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld, þriðjudaginn 30. september, var látið að því liggja að Seðlabanki Íslands hefði boðað fréttamannafund á mánudagsmorgun um málefni Glitnis Banka hf. áður en fyrir lá samþykki hluthafa í bankanum um aðkomu ríkissjóðs að bankanum. Þetta er ekki rétt. Fréttamannafundur var ekki boðaður fyrr en að fengnu samþykki stærstu hluthafa."

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK