Vilja sjávarútvegsfyrirtæki aftur í Kauphöllina

Nasdaq OMX á Íslandi, áður Kauphöll Íslands, tekur þátt í Sjávarútvegssýningunni, sem haldin verður í Fífunni, Kópavogi 2. – 4. október. Markmið Kauphallarinnar með þátttöku í sýningunni er að kynna innlendum og erlendum félögum í sjávarútvegi og tengdum greinum þjónustu sína og starfsemi.

Í tilkynningu segir Þórður Friðjónsson, forstjóri kauphallarinnar, að sjjávarútvegur á Íslandi sé einn best rekni sjávarútvegur í heimi. Fyrir vikið sé  íslenski markaðurinn náttúrulegur kostur fyrir fyrirtæki í greininni og tengdum greinum. Forsendur séu einnig gjörbreyttar frá því hátt raungengi og mikil umsvif í öðrum greinum þrengdu samkeppnisskilyrði sjávarútvegs. Markaðurinn sé hagfelldur um þessar mundir og því vilji kauphöllin benda fyrirtækjum á að skoða vandlega kosti þess að sækja á þau mið í samanburði við aðrar leiðir til fjármögnunar.

Á tímabili var Kauphöll Íslands ein af stærstu kauphöllum tengd sjávarútvegi í heiminum, bæði hvað varðar fjölda fyrirtækja og markaðsvirði þeirra. Þegar mest var árið 1999 voru 24 félög tengd sjávarútvegi skráð á markaðinn á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK