Actavis tilkynnir lækkun verðs á lyfjum

Actavis hefur ákveðið að lækka verð 40 lyfja á Íslandsmarkaði frá 1. október, að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Eru það breytingar á lyfjalögum sem geri félaginu þetta kleift, en ný lyfjalög tóku gildi um mánaðamótin.

Meðal lyfjanna sem Actavis lækkar verðið á eru blóðfitulækkandi lyfið Atacor, sem lækkar um 15%, hjartalyfið Valpress, sem lækkar um 20%, krabbameinslyfið Bicalutamid lækkar um 8%, geðlyfið Olanzapin lækkar um 16% og mígrenilyfið Sumacta lækkar um tíu prósent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK