Gengi krónunnar hefur veikst um 0,6% frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði klukkan 9:15 í morgun. Gengisvísitalan stóð í 202 stigum við upphaf viðskipta en er nú 203,20 stig. Nánast engin velta er á millibankamarkaði eða einungis einn milljarður króna. Gengi Bandaríkjadals er nú 110,40 krónur og hefur dalur ekki verið jafn hár gagnvart íslensku krónunni síðan í desmber 2001. Pundið er 194,87 krónur og evran er 153,70 krónur og hefur pundið og evran aldrei verið jafn há gagnvart krónunni áður.