Fjárþörfin 230 milljarðar

Friðrik Tryggvason

Endurfjármögnunarþörf Glitnis á næstu sjö mánuðum nemur 1.500 milljónum evra. Miðað við lokagengi evru í gær, sem var 153 krónur, nemur sú upphæð um 230 milljörðum kr.

Miðað við það frjálsa fall sem íslenska krónan hefur verið í frá því á mánudag er andvirði þeirra 600 milljóna evra sem ríkið leggur Glitni til fyrir 75% hlut í bankanum ekki lengur 84 heldur 92 milljarðar króna.

Heildarskuldir eru, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, nú um 260 milljarðar króna.  Þar af eru skammtímaskuldir 130 milljarðar króna. FL Group tók í fyrrasumar erlent lán hjá Morgan Stanley upp á 28 milljarða króna til að fjármagna kaupin á stórum hluta í Glitni.

Ríkisstjórnin hefur í engu upplýst með hvaða hætti Glitnir, sem banki í 75% eigu ríkisins, hyggst tryggja þá endurfjármögnun sem blasi við bankanum að tryggja. Forsætisráðherra hefur bent á að með því að leggja bankanum til hlutafé og styrkja eiginfjárhlutfall bankans þar með til muna hafi verið lagður grunnur að því að bankinn verði áfram starfhæfur og ríkissjóður muni leysa til sín sinn hlut, væntanlega með hagnaði, skattborgurum til góða þegar um hægist.

Heimildir Morgunblaðsins herma að mikils óróa gæti í öðrum viðskiptabönkum og sparisjóðum vegna þeirrar stöðu sem nú er komin upp. Þannig séu það ekki bara hluthafar Glitnis sem horfi fram á að tapa stórum hluta eignar sinnar í Glitni, heldur ekki síður íslenskir bankar og sparisjóðir, sem hafi lánað helstu hluthöfum í Glitni fyrir stórum hluta bréfa þeirra og tekið bréfin í Glitni að veði, sem muni nú tapa stórkostlegum fjármunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK