Gjaldeyriskreppa á Íslandi?

Sérfræðingar, sem Bloomberg fréttastofan ræddi við í dag, segja að gjaldeyriskreppa sé skollin á hér á landi og fjárfestar hafi misst traust á íslenska fjármálakerfinu. Þá kemur fram að Nordea hafi ráðlagt viðskiptavinum sínum að forðast íslensku krónuna í næstu framtíð.

Fram kom í fréttum Útvarpsins, að samráðshópur ráðuneyta, Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins um fjármálaáföll hafi verið kallaður saman.

Bloomberg segir að gengi krónunnar hafi lækkað um 22% í vikunni í kjölfar þess að ríkissjóður keypti 75% hlut í Glitni á mánudag. „Þetta er hreinræktuð gjaldeyriskreppa,"hefur Bloomberg  Carl Hammer, sérfræðingi hjá fjármálafyrirtækinu SEB í Stokkhólmi. „Fjárfestar hafa misst traust á fjármálakerfinu og seðlabankinn getur ekki losað hina bankana úr snörunni með sama hætti og Glitni. Hann hefur hreinlega ekki fjármagn til þess," segir Hammer. 

„Ef lausafjárkreppan er erfið í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu þá er rétt hægt að ímynda sér hvernig ástandið er í örsmáu hagkerfi líkt og því íslenska," segir Elisabeth Andreew hjá Nordea í kaupmannahöfn. „Við höfum ráðlagt viðskiptavinum okkar að forðast krónuna í langan tíma." 

Hammer segir, að gjaldeyrisskiptamarkaðurinn sé frosinn. Þá kemur fram að einungis tveir gjaldmiðlar í heiminum hafi staðið sig ver en krónan á síðustu 12 mánuðum: manatinn í Túrkmenistan og dalurinn í Simbabve.

Frétta Bloomberg 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka