Hlutabréf og króna hríðfalla

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Úrvalsvísistalan hefur lækkað um 3,66% í dag og er 3.207,08 stig. Hefur vísitalan ekki verið jafn lág síðan í ágúst 2004. Gengi krónunnar hefur fallið um 4,8% í dag og er gengisvísitalan 211 stig en var 202 stig í morgun. Gengi Bandaríkjadals er 115 krónur, pundið er 203 krónur og evran er 160 krónur.

Exista hefur lækkað mest í Kauphöll Íslands eða um 11,21%, Bakkavör hefur lækkað um 10,3%, Spron um 9,1%, Straumur 4,9%, Landsbankinn 3,5% og Kaupþing 2,9% en bréf bankans hafa lækkað um 6,1% í Kauphöllinni í Stokkhólmi í morgun.

Tvö félög hafa hækkað í verði og eru þau bæði færeysk, Eik banki um 8% og Atlantic Petroleum 1,7%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK