Krónan enn í frjálsu falli

Svo virðist sem ekk­ert lát ætli að verða á frjálsu falli krón­unn­ar. Geng­is­vísi­tal­an stend­ur nú í 205,55 stig­um en var 202 stig við upp­haf viðskipta í morg­un. Þetta þýðir að gengi krón­unn­ar hef­ur lækkað um 1,75% í dag. Banda­ríkja­dal­ur er 111,90 krón­ur, pundið 197,40 krón­ur og evr­an 155,38 krón­ur.

Gengi Banda­ríkja­dals hef­ur hækkað á ár­inu um tæp 80% gagn­vart krón­unni. Pundið um tæp 60%, danska krón­un um 70%, jap­anska jenið um rúm 90% og evr­an um tæp 70%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK