Olíuverð lækkar á heimsmarkaði

Verð á hráolíu lækkaði á heimsmarkaði í dag, annan daginn í röð, en svo virðist sem fjárfestar treysti því ekki að 700 milljarða dala aðgerðaáætlun, sem kosið verður um í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á morgun, nægi til að koma í veg fyrir samdráttarskeið í Bandaríkjunum.

Olía lækkaði um 3,53 dali á markaði í New York og var 95 dalir tunna. Á markaði í Lundúnum lækkaði Brent Norðursjávarolía um 3,49 dali tunnan og var verðið 91.84 dalir. 

„Ég tel að fjárfestar á olíumarkaði líti svo á að það skipti engu máli hversu umfangsmikil aðgerðaráætlunin verður, hún muni ekki nægja til að koma í veg fyrir samdráttarskeið,“ sagði Addison Armstrong, framkvæmdastjóri markaðsrannsókna hjá Tradition Energy í Stamford, Connecticut í viðtali við AP-fréttastofuna.

Hann benti á að gögn sem bandaríkjastjórn birti í dag sýni að framleiðsla í Bandaríkjunum hafi dregist saman og atvinnuleysi aukist. Þetta bendi til þess að eftirspurn eftir hvers kyns orkugjöfum í Bandaríkjunum muni minnka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK