Sjóður 9 í samræmi við lög

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Fjármálaeftirlitið segir í tilkynningu að fjárfestingar Sjóðs 9 hjá Glitni hafi verið í samræmi við reglur sjóðsins og ákvæði laga um verðbréfasjóði og fjárfestingasjóði.

Tilkynningin er eftirfarandi: 

„Af gefnu tilefni vill Fjármálaeftirlitið koma því á framfæri að fjárfestingar Sjóðs 9 hjá Glitni sjóðum hf. hafa verið í samræmi við reglur sjóðsins og ákvæði laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði.

Fjármálaeftirlitið fylgist reglulega með því að fjárfestingar verðbréfa- og fjárfestingarsjóða séu í samræmi við reglur sjóðanna og ákvæði fyrrnefndra laga. Í lok árs 2007 var gerð sérstök úttekt á Sjóði 9 hjá Glitni og var niðurstaða hennar að fjárfestingar og starfsemi hans var í samræmi við lög og reglur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK